Fjallastyrkur

Fjallastyrkur hjálpar þér að bæta styrk og þol og þannig að fjallgangan verður mikið skemmtilegri!

Velkomin öll!

Hverjar eru áherslurnar?

Skúli hjá Fjallastyrk leggur áherslu á meiðslaforvarnir, styrk og þol til að þér líði betur og skemmtir þér betur í fjallgöngum.

Um skúla og fjallastyrk

Fjallastyrkur

Skúli Pálmason er þjálfari Fjallastyrks og Styrktarklúbbsins en hann er löggildur sjúkraþjálfari, ÍAK einkaþjálfari og mikil fjallageit. 

Lestu meira

AF HVERJU FJALLASTYRKUR?

Hversu oft hefur þú heyrt að besta leiðin til að þjálfa sig fyrir fjallgöngur sé að fara í fjallgöngur? Sem er alveg rétt. Það sama á við um allar íþróttir, sama hvort það sé golf, knattspyrna eða maraþonhlaup. En í öllum þessum íþróttum stundar afreksfólkið einhverskonar styrktarþjálfun til að bæta árangurinn og koma í veg fyrir meiðsli. Það sama á við um fjallgöngurnar. Til þess að ná betri “árangri” í fjallgöngunum getur styrktar- og þolþjálfun hjálpað alveg gríðarlega mikið. Hvert skref krefst minni orku ef við erum sterkari. Vöðvarnir styðja betur við liði þannig að álagið á þá minnkar. Þú nýtur þess betur að vera á fjöllum og þá verður allt skemmtilegra!

Hentugleiki

Við búum líka í landi þar sem veðrið getur verið mjög óútreiknanlegt og þá er gott að hafa þjálfunarplan til að styðjast við með reglulegum fjallgöngum. Það hafa ekki allir tíma fyrir langar fjallgöngur 2-3x í viku en flestir ættu að ná að troða inn auka styrktarþjálfun 2-3 daga vikunnar og taka svo kannski lengri göngu um helgar.

Hvort sem þú stefnir á Hvannadalshnjúk, Kilimanjaro eða “bara” bæjarfjallið þá kemur Fjallastyrkur til með að hjálpa þér að fara hraðar yfir og njóta þess betur!

Verðskrá

Þjálfun í boði(meira væntanlegt)

  • 12 vikna styrktar- og þolprógramm
  • Aðgangur að innri vef
  • Myndbönd af öllum æfingum
  • Fullt af fræðslu um þjálfun fyrir fjallgöngur
  • Hægt að bæta við app-aðgangi
  • Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í styrktarþjálfun og/eða þjálfun fyrir fjallgöngur. Einnig frábært fyrir þá sem eru að ganga á eigin vegum eða í hóp og vilja styrkja sig fyrir fjallgöngur.
Skráning
  • 4 vikna sérsniðin fjallafjarþjálfun
  • Aðgangur að innri vef
  • Myndbönd af öllum æfingum
  • Fræðsla
  • App aðgangur innifalinn
  • Fullt aðgengi að þjálfara
  • 2x fjarviðtal í mánuði
  • Ein æfing með þjálfara í Grindavík
  • Fyrir þá sem eiga við meiðsli að stríða eða eru með sértæk eða háleit markmið
  • Skráning

EKKI MISSA AF NEINU FRÁ FJALLASTYRK!

Við sendum þér allskonar frítt stöff og látum þig vita þegar eitthvað nýtt er í boði!

Ekkert spam – bara gott heilsusamlegt efni!

Getur afskráð þig hvenær sem er á innan við mínútu

FAQ

Algengar spurningar

Flest prógrömmin okkar eru hönnuð með það í huga að þú komist í líkamsræktarstöð eða hafir aðgang að einhverjum búnaði heima. Við bjóðum samt alltaf upp á útskiptingar á æfingum þannig að þú ættir að geta gert flestar æfingar heima ef þú hefur teygjur, handlóð og TRX bönd. Ef þú lendir í vandræðum með að breyta æfingum getur þú alltaf sent mér línu!

Það fer rosalega mikið eftir markmiðum og æfingaálagi hvers og eins. Í grunnstyrkur + þol prógramminu ertu að lyfta 2x í viku og þolþjálfun amk 2-3x í viku, fer svolítið eftir markmiðum hvers og eins. Fjarþjálfunina sníðum við svo algjörlega eftir þér og þínum markmiðum. 

Það fer algjörlega eftir því hvernig þjálfuninni er háttað. Ég myndi segja að grunnstyrkur + þol prógrammið okkar sé fullkomið með þjálfun í gönguhópum. Ef að þinn gönguhópur er ekki að gera hnitmiðaða og vel úthugsaða styrktarþjálfun með göngunum þá græðir þú alveg klárlega á því að bæta Fjallastyrk inn í þína rútínu. Sérhæfð styrktarþjálfun minnkar líkur á meiðslum og bætir árangur í göngunum þannig að þú nýtur þeirra betur.

Skúli Pálmason, sjúkraþjálfari, ÍAK einkaþjálfari og fjallageit er þjálfari Fjallastyrks og Styrktarklúbbsins – Sterkar Stelpur. Þú getur lesið meira um Skúla hér.

Eftir að þú ert búin að ganga frá greiðslu og við búin að samþykkja pöntunina færðu aðgang að prógramminu þínu hérna inná MÍN SÍÐA efst á síðunni. Við mælum alveg klárlega með aö þú bætir við app aðgangi en þá færðu aðgang að þjálfara þar, sérð allar æfingarnar og hvað þú gerðir síðast og hvað þú þarft að gera næst til að bæta þig. Appið sendir þér high five við bætingar og hægt er að tengja Garmin, Fitbit, Apple Watch og fleira við þannig að þú sérð alla þjálfunina þína á sama stað!

Styrktaræfingarnar ættu aldrei að taka mikið meira en 45 mínútur 2-3x í viku en þolæfingarnar geta tekið lengri tíma þegar líður á prógrömmin.

Já alveg klárlega! Fjallahlaupafólk græðir mjög mikið á hnitmiðaðri styrktarþjálfun til að fyrirbyggja meiðsli og eyða minni orku í hvert skref. Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af mikilli þyngdaraukningu við lyftingarnar, markmiðið hér er að bæta styrk og þol án þess að massa sig mikið upp.

Ef þú ert með léleg hné mælum við með því að byrja á að taka Fjallahné prógrammið okkar til að bæta stöðugleika og styrk vöðva í kringum hné. Þar förum við í ökkla- og mjaðmaliðleika ásamt því að styrkja réttu vöðvana fyrir fjallgöngurnar. Þegar þú ert búin með það og hnén orðin miklu stöðugri og sterkari getur þú farið í næsta prógramm 

Ég bý og starfa í Grindavík og býð upp á einkaþjálfun í einka aðstöðu þar. Það verður líka í boði að skrá sig í “hybrid” þjálfun þar sem þú kemur 2-3 skipti til mín í Grindavík og æfir svo á eigin vegum næstu 4-5 vikurnar með prógramm og leiðbeiningar í farteskinu. Þú mætir svo aftur og færð nýtt prógramm og leiðbeiningar á 4-5 vikna fresti.

Þú hefur alltaf aðgang að prógramminu sjálfu á innri vefnum á meðan þessi síða lifir, en app aðgangurinn rennur út eftir x margar vikur, fer eftir prógrammi en þú getur alltaf keypt aðgang að appinu og/eða önnur prógrömm og haldið áfram þjálfuninni í appinu.

Greinar og fræðsla

Nýjustu fréttir og fróðleikur

4 þættir þjálfunar fyrir fjallgöngur

Hvaða þættir þjálfunar ættu að vera til staðar í æfingaprógrammi fyrir fjallgöngur?

Kostir styrktarþjálfunar fyrir fjallgöngur

Fjöldi kosta þess að stunda markvissa styrktarþjálfun fyrir fjallgöngur er langur.

Sterkari og stöðugri hné á fjöllum

Viltu fá sterkari og stöðugri hné til að gera fjallgöngurnar ánægjulegri? Lestu þá þessa grein!

Hæðarveiki í fjallgöngum

Ertu á leið á Kilimanjaro eða annað hátt fjall og vilt reyna að forðast hæðarveiki? [...]

Skoða allar greinar

VILTU STERKARI HNÉ? 💪

Skráðu þig á póstlistann okkar og við sendum þér 8 vikna prógramm sem bætir stöðugleika, minnkar líkur á meiðslum og styrkir vöðva í kringum hnén þannig að þér líður betur í fjallgöngunum, bæði á upp- og niðurleið!