Kostir styrktarþjálfunar fyrir fjallgöngur

Af hverju ætti ég að stunda markvissa styrktarþjálfun fyrir fjallgöngur? Hér er smá listi sem þjálfunin okkar hjálpar með. Styrktarþjálfun fyrir fjallgöngur getur…

  1. Aukið jafnvægi þannig að þú ert öruggari á göngu og líkurnar á meiðslum minnka ef þú rennur til.
  2. Minnkað líkur á beinhimnubólgu eða minnkað einkenni ef hún er til staðar.
  3. Gert það auðveldara að bera þungan bakpoka.
  4. Bætt gönguhraðann hjá þér þannig að þú kemst hærra hraðar.
  5. Minnkað mæði og bætt súrefnisupptöku.
  6. Gert þig öruggari í göngu á erfiðu undirlagi.
  7. Bætt beinþéttni.
  8. Minnkað “brauðfætur” niður fjallið.
  9. Minnkað eymsli daginn eftir krefjandi göngu.
  10. Aukið sjálfstraust, ekki bara í fjallgöngum heldur í daglegu lífi líka.
  11. Aukið styrk í stærstu og sterkustu vöðvum líkamans.
  12. Bætt insúlínnæmni, lækkað blóðþrýsting og almennt minnkað líkur á lífsstílstengdum sjúkdómum. 
  13. Komið þér á þann stað að þú getir gengið marga daga í röð án þess að finna mikið fyrir því.
  14. Bætt svefn og líðan.
  15. Minnkað streitu og bætt andlega líðan.

Viltu upplifa marga af þessum kostum? Skráðu þig þá endilega í eitthvað af okkar prógrömmum og komdu þér af stað í Fjallastyrk!

VILTU STERKARI HNÉ? 💪

Skráðu þig á póstlistann okkar og við sendum þér 8 vikna prógramm sem bætir stöðugleika, minnkar líkur á meiðslum og styrkir vöðva í kringum hnén þannig að þér líður betur í fjallgöngunum, bæði á upp- og niðurleið!