Sagan mín

Um Fjallastyrk

Skúli er Grindvíkingur, heimshornaflakkari, fjallageit, fjölskyldumaður og einkaþjálfari með sjúkraþjálfunarmenntun.

Eftir að hafa skoðað heiminn eftir menntaskóla byrjaði Skúli í heilbrigðisverkfræði í HR árið 2008 en fann sig enganveginn þar. Hann hætti áður en fyrstu önninni var lokið og skráði sig strax í íþróttaakademíu Keilis og byrjaði í ÍAK einkaraþjálfaranáminu strax í janúar 2009. Hann fann sig mjög vel í því námi og ákvað að hann þyrfti að læra enn meira um mannslíkamann. Næsta skref var sjúkraþjálfun. Strax um vorið ákvað hann að prófa inntökuprófið til að sjá hverju hann ætti von á árið eftir. Hann var við það að gefast upp í prófinu en komst inn í námið. Eitthvað sem hann hafði ekki planað og búið sig undir.

Sjá fjallasöguna
Okkar loforð

Við hverju máttu búast frá Fjallastyrk?

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlistann og fáðu alltaf nýjustu fréttir!

Fjallastyrkur

Þitt markmið er mitt markmið!

Ég trúi því að fólk sem stundar fjallgöngur geti grætt gríðarlega mikið á því að stunda markvissa styrktar- og þolþjálfun sérsniðna að markmiðum hvers og eins. Fjallastyrkur hjálpar þér að undirbúa þig fyrir alla þá óvissu sem fjöllin bjóða upp á, allt frá tognunum eða krömpum upp í aðlögun í mjög háum gönguferðum. Rétt þjálfun hámarkar líkurnar á að ná að klára göngurnar þínar, og njóta þess!

Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að ferðast eins mikið og ég get og finnst fátt skemmtilegra en að ganga og taka myndir í fallegu landslagi. Ég hef gengið nokkrar af fallegustu og þekktustu gönguleiðum á mörgum heimsálfum, meðal annars W í Patagoniu, Tour Du Mont Blanc, Grunnbúðir Everest, Inca Trail(Macchu Picchu) í Peru og að sjálfsögðu fullt af fjöllum og gönguleiðum hér á Íslandinu góða.

Mig langar að hjálpa þér að upplifa þessa tilfinningu að þjálfa fyrir eitthvað markmið til að vera sem best undirbúin/n og klára svo markmiðið með bros á vör!

Fjallastyrkur

Prógrömm

Grunnurinn okkar

Grunnstyrkur

7.990

Lesa meira!
Væntanlegt

Grunnstyrkur+þol

12.990

Væntanlegt
Væntanlegt

Einstaklingsmiðuð fjallafjarþjálfun

25.000

Væntanlegt
Hafðu samband

Spurningar? Bókaðu frítt viðtal!

VILTU STERKARI HNÉ? 💪

Skráðu þig á póstlistann okkar og við sendum þér 8 vikna prógramm sem bætir stöðugleika, minnkar líkur á meiðslum og styrkir vöðva í kringum hnén þannig að þér líður betur í fjallgöngunum, bæði á upp- og niðurleið!