Almennt
Fjallastyrkur er hluti af Styrktarklúbbnum ehf. Styrktarklúbburinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir og breyta verði fyrirvaralaust.

Rafbækur og aðrar rafrænar vörur
Öll kaup á þjónustu eða vöru sem er afhent rafrænt með niðurhali eða aðgangi að innra kerfi eru endanleg um leið og greitt hefur verið fyrir þjónustuna eða vöruna. Frestur til að biðja um endurgreiðslu eða hætta við kaup eru 14 dagar frá kaupum.

Vöruskil og endurgreiðsla

Öll þjónusta og allar vörur á síðunni eru einungis afhentar rafrænt. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu innan 14 daga frá kaupum en ekki verður endurgreitt eða hægt að hætta við kaup eftir að sá frestur er liðinn.

Greiðsludreifing í gegnum Inkasso

Hægt er að dreifa greiðslum á þjálfun yfir 21.000 krónum. Sú greiðsla fer í gegnum greiðsluþjónustu Inkasso. Við hverja greiðslu er rukkað 290 króna seðilgjald auk þess leggst ofan á síðustu greiðslu 1000 króna úrvinnslugjald. Ekki er hægt að fá endurgreitt eða hætta við pöntun eftir að pöntun með greiðsludreifingu hefur verið gerð.

Skattar og gjöld
Hverskonar þjálfun er undanþegin vsk. skyldum og því eru öll verð á síðunni lokaverð og ekki er rukkað fyrir vsk.

Trúnaður
Styrktarklúbburinn heitir kaupanda fullum trúnaði um upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða aldrei afhentar þriðja aðila.

Líkamlegt ástand
Það er algjörlega á ábyrgð kaupanda að sjá til þess að hann sé í standi til þess að stunda styrktarþjálfun og þjálfun á fjöllum. Öll meiðsli eða slys sem gætu átt sér stað í þjálfun hjá Styrktarklúbbnum/fjallastyrk eru á eigin ábyrgð kaupanda.

Styrktarklúbburinn ehf.
500616-0160
Víkurbraut 36
240 Grindavík

sími:661-5295