Allt er betra á fjöllum
Ég er og hef alltaf verið heillaður af fjöllum, það er eitthvað við það að vera úti í náttúrunni, setja sér markmið og vinna að því að ná þeim. Setja annan fótinn fyrir framan hinn og sigra fjallið sitt.
Næsta skref
Eftir að hafa þjálfað allskonar fólk bæði í eigin persónu og í gegnum fjarþjálfun langaði mig að breyta aðeins til og samtvinna öll mín áhugamál í eitt starf. Þess vegna bjó ég til þennan vef og hannaði þjálfunarprógrömm Fjallastyrks. Þau eru hönnuð með það í huga að hámarka ánægju, meiðslaforvarnir og árangur í fjallgöngum. Það hefur verið ótrúleg aukning í allskonar fjallamennsku síðustu ár en mér finnst svolítið vanta upp á markvissa þjálfun fyrir fjallgöngur. Gönguhóparnir eru algjörlega frábærir en eins og í öllum íþróttum og áhugamálum getur markviss þjálfun komið þér lengra, hraðar og þú nýtur þess betur.
Bóka frítt viðtalReynsla
Ég hef yfir 12 ára reynslu af einka- og fjarþjálfun ásamt því að hafa klárað bóklegt og verklegt nám í sjúkraþjálfun og ÍAK einkaþjálfarann hjá Keili. Ég hef klárað fjölda námskeiða og réttinda tengd þjálfun og mataræði.
Ég hef farið í fjölda gönguferða, bæði styttri ferðir hérlendis og svo nokkrar lengri ferðir erlendis, sjá stutt yfirlit hér fyrir neðan.
Ég bý því yfir mikilli reynslu, bæði í þjálfun og fjallamennsku og þú getur treyst því að þú sért í öruggum höndum.